Er fyrirtækið þitt týnt í flutningsgjaldafrumskóginum?
Flutningamarkaðurinn er flókinn og kvikur þar sem aðstæður og forsendur breytast oft hratt. Í dag liggur nánast öll sérfræðiþekking á flutningum inni í flutningafyrirtækjunum sjálfum og veit ég að það er þörf fyrir hlutlausa sérfræðráðgjöf varðandi farmflutninga á íslenska markaðnum
Flutningskostnaður er einn af stærstu kostnaðarliðum flestra fyrirtækja, því er gífurlega mikilvægt að fylgjast reglulega með þessum kostnaðarlið til að njóta ávallt bestu kjara
Flutningskostnaður hefur áhrif á samkeppnishæfni þar sem hann fer oftast beint inn í vöruverðið og þannig skilar hann sér einnig inn í og hefur áhrif á verðbólgutölur
MM Logik býður ekki upp á flutningaþjónustu og er óháð öllum flutningsaðilum, því er eingöngu um hlutlausa ráðgjöf að ræða með hagsmuni þína að leiðarljósi
MM Logik
Við höfum verið fjölmörgum fyrirtækjum innan handar með flutningamálin og hefur í öllum tilfellum náðst umtalsverður sparnaður!
Teljir þú þitt fyrirtæki geta nýtt þér aðstoð okkar við einhver af ofangreindum atriðum, ekki hika við að hafa samband og ég get farið yfir málin með þér án nokkurra skuldbindinga
Flutningaráðgjöf
Aðstoð við samningagerð, útboð og verðkannanir með það að markmiði að vera ávallt á hagstæðustu kjörum
Samskipti við flutningsaðila og birgja
Greina flutningsleiðir og magn/stærð sendinga m.t.t. hagstæðustu flutningsverða
Fara yfir flutningsskilmála (Incoterms) innkaupa m.t.t. hagstæðustu innkaupsverða á vöru
Yfirfara flutningsgjaldareikninga
Aðstoð ráðgjöf við tollamál
Birgðir, birgðahald og stýring
MM Logik veitir hlutlausa og óháða sérfræðiráðgjöf með áherslu á “logistics”
Innkaupastýring - Innkaupastjóri
Er erfitt að réttlæta heilt stöðugildi Innkaupastjóra? Láttu okkur sjá um innkaup og innkaupastýringu og við gætum þinna hagsmuna
Getum tekið að okkur innkaupastjórn fyrirtækja