Er fyrirtækið þitt týnt í flutningsgjaldafrumskóginum?

Flutningamarkaðurinn er flókinn og kvikur þar sem aðstæður og forsendur breytast oft hratt.  Í dag liggur nánast öll sérfræðiþekking á flutningum inni í flutningafyrirtækjunum sjálfum og veit ég að það er þörf fyrir hlutlausa sérfræðráðgjöf varðandi farmflutninga á íslenska markaðnum.

Ég hef verið fjölmörgum fyrirtækjum innan handar við flutningmálin og hefur í öllum tilfellum náðst verulegur árangur & sparnaður!

Aerial view of a cargo ship with colorful shipping containers sailing on a blue ocean.

Flutningskostnaður er einn af stærstu kostnaðarliðum flestra fyrirtækja, því er gífurlega mikilvægt að fylgjast reglulega með þessum kostnaðarlið til að njóta ávallt bestu kjara

Flutningskostnaður hefur áhrif á samkeppnishæfni þar sem hann fer oftast beint inn í vöruverðið og þannig skilar hann sér einnig inn í og hefur áhrif á verðbólgutölur

MM Logik býður ekki upp á flutningaþjónustu og er óháð öllum flutningsaðilum, því er eingöngu um hlutlausa ráðgjöf að ræða með hagsmuni þína að leiðarljósi