Bakgrunnur
Eftir að hafa unnið í rúmlega 25 ár í flutningageiranum og stærsta hluta þess tíma í sölu og þjónustu. Þar af í 11 ár (2009-2021) sem framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskip, tel ég mikla þörf á hlutlausri og óháðri sérfræðiráðgjöf um flutninga á Íslenska markaðnum þar sem nær öll sérfræðiþekking á flutningamarkaðnum er inni í flutningafélögunum sjálfum.
Flutningskostnaður er einn af stærstu kostnaðarliðum flestra fyrirtækja, því er gífurlega mikilvægt að fylgjast reglulega með þessum kostnaðarlið til að njóta ávallt bestu kjara.
Flutningskostnaður hefur mikil áhrif á samkeppnishæfni þar sem hann fer oftast beint inn í vöruverðið og hefur þannig einnig áhrif á verðbólgutölur!
Ég hef verið fjölmörgum fyrirtækjum innan handar með flutningamálin og hefur í öllum tilfellum náðst umtalsverður sparnaður!
Teljir þú þitt fyrirtæki geta nýtt þér aðstoð mína við flutningamálin og eða innkaup, ekki hika við að hafa samband og ég get farið yfir málin með þér án nokkurra skuldbindinga.