Þróun olíuverðs og gjaldskrár skipafélaganna - gröf og þróun

BAF og LSS

Í vinnu minni fyrir hin ýmsu fyrirtæki undanfarin misseri tók ég eftir mjög athyglisveðri þróun á olíugjöldum skipafélagana og ákvað því að taka saman þróun þessara gjalda síðustu 3 ár. Verð ég að segja að niðurstöðurnar koma mér verulega á óvart og virðist sem formúlunni um tengingu við þróun olíverðs og nýtingu skipa sem var í notkun um árabil hafi verið kippt úr sambandi. Ákvað ég því að skoða þetta aðeins nánar.

Bunker adjustment factor – BAF eða olíuálag á sér langa sögu í alþjóðlegum siglingum og er hugsað til að jafna út og verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði. Olíuálagið er þannig tengt við verð á viðkomandi olíutegund á markaði í Rotterdam

BAF er tengt við verð á IFO380 olíu (svartolía) í Rotterdam og gjaldskrár skipafélaganna eru uppfærðar í upphafi hvers mánaðar

LSS er tengt við verð á MGO - Marine gas oil í Rotterdam og gjaldskrár skipafélaganna eru uppfærðar í upphafi hvers mánaðar

LSS – umhverfisálag

Low sulfur fuel surcharge – LSS eða umhverfisgjald var innleitt þann 1.1.2015 í kjölfarið á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um umhverfisvæna sjóflutninga og snýr hún að því að draga úr brennisteinsmagni í brennsluolíu. Reglugerðinni er framfylgt af Alþjóða siglingamálastofnuninni (International Maritime Organization / IMO).

Umhverfisgjaldið/LSS er hugsað til að jafna þann kostnaðarauka sem varð af því að brenna dýrari og minni mengandi olíu í stað svartolíu sem notuð var áður.  LSS gjaldið átti þannig bætast á alla borgandi gáma í skipunum bæði í inn- og útflutningi og þannig að dekka þann kostnað sem var munurinn á verði svartolíu og olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO – Marine gas oil).

Þegar LSS gjaldið var innleitt 1. Janúar 2015 var það 124 USD á hvern 40 feta gám til og frá Íslandi hjá Eimskip. Í dag er LSS gjaldið fyrir janúar 2025 samkvæmt gjaldskrá hjá Eimskip 950 USD per 40 feta gám þrátt fyrir að verðmismunur á þessum tveimur olíutegundum hafi síður en svo aukist frá því að gjaldið var innleitt.

Til viðbótar við ofangreint þarf einnig að taka fram að árið 2020 fékk Eimskip afhent 2 ný skip, Dettifoss og Brúarfoss.  Texti frá Eimskip við móttöku skipanna „Skipin eru 2.150 gámaeiningar (“innsk. nýju skipin taka 50% fleiri gáma en skipin sem þau leysa af hólmi”) og eru jafnframt þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu.“ Frekar um nýju skipin: Dettifoss og Brúarfoss munu verða stærstu gámaskip í sögu íslensks kaupskipaflota, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Þau eru hönnuð með mjög mikla stjórnhæfni og með TIER III, 17.000 Kw aðalvél sem er sérstaklega útbúin til að minnka losun köfnunarefnisoxíð (NOx) út í andrúmsloftið. Skipin verða mun sparneytnari á flutta gámaeiningu í samanburði við eldri skip og eru útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnkar enn frekar losun brennisteins (SOx) út í andrúmsloftið.

Þess ber að geta hér að umræddur olíuhreinsunarbúnaður sem kallast „Scrubber“ hreinsar útblásturinn þannig að skipin brenna svartolíu í stað MGO sem þau eru þó að rukka umhverfisgjaldið fyrir.

Þá er einnig hægt að finna margar fréttir og tilvitnanir frá Eimskip um “umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor“

Miðað við ofangreint kemur eftirfarandi þróun á gjaldskrám því mjög á óvart.

*Punktarnir í gröfunum eru teknir ca. annan hvern mánuð þar sem ég hafði ekki aðgang að gjaldskrám skipafélaganna, þeir eru unnir upp úr reikningum frá viðskiptavinum

*allar tölur eru í USD

* Gjaldskrárverðin eru fyrir hvern 40’ feta gám til og frá Evrópu

*Olíuverð í Rotterdam eru pr. tonn

*Punktarnir í gröfunum eru teknir ca. annan hvern mánuð þar sem ég hafði ekki aðgang að gjaldskrám skipafélaganna, þeir eru unnir upp úr reikningum frá viðskiptavinum

*allar tölur eru í USD

* Gjaldskrárverðin eru fyrir hvern 40’ feta gám til og frá Evrópu

*Olíuverð í Rotterdam eru pr. tonn